Ummæli

Við viljum heyra hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja um vöruna og hvetjum við þá alla til að senda okkur þeirra skoðun og upplifun.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim reynslusögum:

*****

"Crossfit fólk þekkir það að rifna á æfingum.

Ég rifnaði í Open og ákvað að prufu keyra mýkt kremið á það.

Setti það strax á mig eftir að ég rifnaði og bar á mig 2x á dag og eftir 4 daga var ég orðin góð í hendinni og gat farið aftur á slánna 😄"

- Þórunn Katrín

*****

"Ef þú ert með exem/psoriasis þá mæli ég með að þú prófir Mýkt frá Ró CBD. Frá fyrstu mynd að síðustu þá bar ég á mig 4x - hef aldrei séð jafn góðan árangur á svona stuttum tíma!."

- Ragnhildur Arna Hjartardóttir

*****

"Ég bara varð bara að senda á ykkur og láta ykkur vita af þessu! Ég er með einn 7 ára strák sem hefur verið að glíma við mikið exem og höfum við verið að bera sterakrem ávísað af lækni á hann 3x á dag með litlum árangri. Hann vaknar endalaust útaf kláða og óþægindum. Ég prufaði síðan kremið Mýkt frá ykkur og barnið svaf í fyrsta skiptið í heila nótt í 8 mánuði! Það eru komnir núna 27 klst síðan ég bar kremið á hann og hann er ekki ennþá farinn að klóra sér! Ég sendi hér með fyrir og eftir mynd til að sýna árangurinn, bárum einusinni á hann og myndir teknar með sólarhrings millibili."

- Andri F Jónsson

*****

"Ég er alltaf að leita leiða til að hámarka heilsuna og geta lagt sífellt meira á líkamann í formi æfinga. Endurheimt skipar þar stórt hlutverk en eftir að ég fór að taka Ró CBD á kvöldin næ ég bæði samfelldari svefni og meiri gæðum í svefninn sem skilar sér í betur hvíldum líkama."

- Anna Berglind Pálmadóttir, hlaupari

*****

"Ég vildi bara láta vita að ég er án gríns hissa að þetta virkar, því ég var mjög skeptísk. Ég er algjör kvíðasjúklingur og með lyfja kvíða (ég þori ekki að taka inn neinar töflur). Ég varð fyrir miklu áfalli fyrir um það bil 2 árum síðan og hef ekki getað sofið lengur en 3-4tíma á næturnar, mjög auðveldlega "over stimulated" og því miður börnin mín fundið fyrir því (auðveldlega pirruð). Eftir áfallið hafa komið fram alskonar líkamlegir kvillar t.d. hendurnar mínar titra og höfuðið mitt "ruggar" (hrissti höfuðið nei ómeðvitað). Ég hef ekki fundið fyrir þessari ró og geta hlegið svona einlægt með börnunum mínum síðan ég varð fyrir áfallinu. Ég skrifa þetta grátandi, ég er svo ótrúlega þakklát (börnin mín eru það pottþétt líka) og úthvíld eftir 8 tíma svefn."

- Kaus að koma fram undir nafnleynd

*****

"Við það eitt að byrja að taka Ró þá greindi úrið mitt mikla bætingu á svefngæðum. Hér má sjá muninn og jókst djúpur svefn úr 1:00-1:15 klst yfir um 2:00klst. Engin önnur breyting var á þessum tímapunkti í lífi mínu. Ég get mælt með Ró👌"

- Birkir Örn Kristjánsson

*****

"Ég keypti hjá ykkur full spectrum 30% olíuna til að bæta svefninn og var ekki með neinar væntingar til hennar í byrjun. Í dag eftir tveggja mánaða notkun finn ég mikinn mun á svefninum. Ég var oft að vakna á nóttunni, en eftir 2-3 vikna notkun og þrjá dropa fyrir svefn er ég að sofna og vakna síðan þegar ég á að vakna.
Ég mun klárlega halda áfram að taka olíuna og fer að panta mér næsta glas hjá ykkur.
Takk fyrir frábæra vöru sem stendur heldur betur fyrir sínu."

- Katrín Egilsdóttir

*****

"Við hjónin ákváðum að prufa olíu frá ykkur og erum núna búin að vera í nokkra daga án þess að taka olíuna og finnum við bæði alveg svaka mun á svefninum. Ég hef aldrei fundið svona mikin mun á svefni eins og að prufa að vera á Ró olíunni og svo án olíunnar"

- Þórleif Kristín Hauksdóttir

*****

"Langaði til að hrósa ykkur fyrir snögga þjónustu og góða vöru.  Held þetta CBD sé það besta sem ég hef prufað."

- Sigurjón Sigurjónsson

*****

"Ég hef prufað cbd olíur frá nokkrum aðilum, en finn ég að Ró olían er öflugust og með langbestu virknina. Ró hefur hjálpað mér með svefn og finn ég líka að líkaminn er betur stemmdur til að takast á við átökin sem fylgir miklum hlaupum."

- Þuríður Þórarinsdóttir, hlaupari

*****

"Ég fór mjög skeptískur af stað í Ró CBD en sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa prófað. Ég lenti í hnjaski með bakið á mér fyrir nokkrum árum síðan og hef oft átt erfitt með að ná góðum svefni, en einnig verið í streytuvaldandi vinnuumhverfi sem hefur einnig haft eitthvað að segja varðandi svefninn. Eftir nokkrar vikur á Ró fann ég þvílíkann mun og er allur annar, sofna fyrr á kvöldin og líður bæði almennt betur í bakinu og streytan lítið að trufla mig."

- Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi

*****

"Ég fór ekki með miklar væntingar um að þessi vara myndi gera eitthvað fyrir mig þar sem ég vissi lítið um CBD olíur og hafði ég aldrei prófað það fyrr, en ég fékk mér alltaf dropana áður en ég fór að sofa og þegar ég vaknaði og fann ég að svefninn hjá mér varð betri og orkan meiri yfir daginn. Ég er spenntur að prófa nýjar vörur frá Ró."

- Viðar Ágústsson, fjármálaráðgjafi

*****

"Olían hefur sannarlega komið á óvart og hefur gert gæfumun í baráttu við þráláta verki í mjóbaki, get mælt með."

- Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri

*****

"Ég þjáist stundum af streitumígreni og byrjaði ég því að taka Ró CBD - 30% olíuna. Ég er núna í meira jafnvægi og sef djúpt. Húðútbrotin mín sem hafa verið að trufla mig, hafa batnað þar sem vitað er að streita hefur áhrif á húðina."

- Leana Haag, leikskólaleiðbeinandi

*****

"Síðan ég byrjaði að nota RÓ CBD hef ég fundið greinilegan mun á verkjum sem ég glími við daglega, þeir næstum hurfu alveg. Einnig finn ég greinalegan mun á þunglyndi og kvíða til hins betra, orkan yfir daginn er jafnari og andlega hliðin betri."

- Eva María Sveinsdóttir, sjúkraliði

*****

"Hef fundið fyrir því að ég næ að sofna fyrr, og næ dýpri og stöðugri svefn eftir að ég byrjaði að taka 1-2 dropa kvölds og morgna. Mæli með því að fólk prófi, góður svefn er alveg þess virði."

- Davíð Logi Jónsson, bóndi

*****

"Ég fnn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Ró. Hef undanfarin ár verið með mikla taugaverki sem hafa minnkað mikið síðan ég fór að taka Ró. Mæli klárlega með Ró!"

- Heiða Kristín Helgadóttir, rekstrarstjóri

*****

"Ró CBD veitir mér dýpri svefn og betri endurheimt, ég vakna mun endurnærðari þegar ég er að taka olíuna"

- Bjork Odinsdóttir, crossfittari og athafnakona

*****

"Fljótlega fór ég að finna mun á svefni. Fannst ég sofa betur og ná góðum djúpsvefni. Var búin að taka Ró dropana 2x á dag í tvær vikur þegar ég fann svo að kvíðahnúturinn í maganum á morgnanna var horfinn. Ég vakna í algerri Ró. Mæli með að prufa og sjá hvort að þú finnir mun, það er algjörlega þess virði!"

- Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri ITS Macros

*****

"Ró CBD olían er að gera gagn fyrir mig og linar taugaverk í neðra baki. Mín upplifun á olíunni er að hún er ekki eitthvað instant verkjalyf heldur vinnur hún á rótinni sem tekur um tvær vikur að koma fyrst almennilega fram. Með reglulegri notkun á Ró yfir tíma hefur taugaverkurinn nánast horfið. Í bónus hef ég fundið fyrir auknum svefngæðum. Mesta áskorunin er að hætta ekki að taka olíuna þegar líðanin er orðin góð því þá læðist verkurinn að mér aftur og svefninn grynnkar."

- Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali

*****

"Þegar að ég fór að taka Ró CBD reglulega, alltaf á sama tíma, jafn mikið magn og á hverjum degi, þá fór ég að finna fyrir betri svefn og bættri endurheimt."

- Ægir Björn Gunnsteinsson, crossfittari

*****

"Ég var búin að lesa mig mikið til og fræða mig um cbd olíu og trúði ekki alveg hve mikið ætti að vera að hjálpa fólki fyrir en ég prófaði sjálfur. Svefnin minn hefur breyst verulega ég næ að sofna fyrr og næ betri svefngæðum sem allir ættu að fá, síðan hef ég fundið mikin mun á stressi til hins betra. Get ekki beðið eftir nýum vörum frá Rócbd"

- Tristan Einarsson, íþróttamaður í motocross og hard enduro

*****

"Þegar ég byrjaði að taka CBD olíuna frá Ró hafði ég ekki miklar væntingar. En breytingin sem ég finn fyrir er gríðarlega mikil andlega og orkan sem ég hef fengið er stórkostleg. Ég mæli 100% með CBD olíunum frá Ró og bíð spennt eftir að prófa nýjar vörur frá Ró"

- Inga Jóna Sigmundsdóttir, leikskólaliði

*****

"Ég hef átt í baràttu við mígreni síðan ég var barn, hef prófað allsskonar lyf, nálastungur, te, mat, kælingu, nudd og nefndu það. Prófaði ró cbd, og án gríns þá virkaði það á degi tvö í verkjakasti. Setti dropa undir tunguna og tók 2x á dag. Svo hef ég prófað að bera hana framan í mig, og húðin var mjög góð eftir það."

- Sigrún Heiða Seastrand, félagsliði

*****

"Ég hef verið að prufa Ró upp á síðkastið og er virkilega hrifinn af gæði og virkni vörunnar. Olían hefur hjálpað mér að bæta almenna vellíðan mína og draga úr streitu og kvíða. Einnig finnst mér ég sofa betur. Ég mæli eindregið með því að prufa Ró!"

- Einar Stefánsson, markaðsstjóri og tónlistamaður

*****

"Ró olían hefur gefið mér mun betri svefn og ég vakna úthvíldari. Betri endurheimt, mikill munur á andlegri líðan og kvíðahnúturinn sem var oft til staðar er horfinn.
Ég mæli með að allir ættu að prufa Ró cbd olíu"

- Þórunn Katrín Björgvinsdóttir, crossfittari

*****