Spurt og svarað

Afhverju að nota CBD?

Fólk notar CBD við hinum ýmsu kvillum sem dæmi má nefna bólgum, verkjum, kvíða, þunglyndi, gigt, svefnvandamálum og fleira, margir lýsa því einnig að þeir upplifi meiri Ró í líkamanum.

Hver er munurinn á Full Spectrum og Broad Spectrum?

Þegar olían er unnin út hampinum og allir kannabíóðarnir eru notaðir til að búa til olíuna þá heitir olían heilvirk eða full spectrum. Þegar olían er unnin meira og kannabíóðinn THC er tekinn frá úr olíunni, þá er olían ekki lengur heilvirk þar sem búið er að taka efni úr henni og heitir þá broad spectrum.

Lyf samhliða CBD?

Ekki er mælst til þess að fólk sem er á blóðþynningarlyfjum noti CBD olíur - ef þú ert óviss um notkun CBD samhliða lyfjum þá hvetjum við þig til að leita upplýsinga til þíns heimilislæknis.

Úr hverju kemur CBD?

CBD olíurnar eru unnar úr iðnaðarhampi og eru olíurnar okkar 100% náttúrulegar og 100% vegan. Hampurinn og olíurnar eru unnar og framleiddar eftir reglum evrópusambandsins.

Hvernig notar maður CBD olíur?

Olíurnar okkar eru fluttar inn og seldar sem húðolíur en eru þær eingöngu unnar úr náttúrlegum efnum sem gerir þær í raun einnig ætilegar (edible). Víða um heim eru olíurnar nýttar til inntöku og er þá settir dropar undir tunguna og látið liggja þar í smá stund áður en olíunni er kyngt.

Er CBD leyfilegt á íslandi?

Já, CBD er leyfilegt í snyrtivörum en er ekki heimilt að selja það í fæðurbótaefnum.

Get ég farið í vímu af CBD?

Nei, það er ekki mögulegt að fara í vímu af CBD.

Hvað er mikið í hverju glasi?

Í hverju glasi eru 10 ml. af CBD olíu. Styrkleiki olíunnar er 30% eða 3000 mg.

Hvað endist glasið mér lengi?

Olíurnar okkar eru 30% að styrkleika og er mælt með að nota 1-3 dropa tvisvar á dag. Í hverju glasi eru um 200 dropar og ætti því hvert glas að geta endst þér í 30-100 daga, eftir því hvað hentar þér að nota marga dropa.

Ert þú með spurningu? Sendu okkur á rocbd@rocbd.is