Skilmálar
Ró CBD er rekið af fyrirtækinu Ró heilsa ehf. Kt. 461022-0730.
Greiðsla vöru
Allar pantanir eru greiddar í netverslun með kreditkorti, debetkorti, millifærslu, Pei eða Netgíó. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu SaltPay.
Sendingarkostnaður
Ró CBD sendir þér vörurnar með Íslandspósti á pósthús/pósthólf/pakkaport þér að kostnaðarlausu.
Afhending vöru
Allar pantanir eru að jafnaði sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Afhendingartími er þá að jafnaði 2-3 dagar eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi. Ró CBD ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða í flutningi þriðja aðila. Verði vara fyrir skemmdum eftir að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð Íslandspósts og/eða kaupanda. Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang ásamt því að hafa póstlúgur/kassa rétt merkta.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vörunnar til að hætta við kaupin að því tilskildu að henni sé skilað í óuppteknum og óskemmdum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með endurgreiðslukröfu. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd nema ef vara reynist gölluð eða ekki afgreidd í samræmi við pöntun.
Vöruverð
Vöruverð er birt með virðisaukaskatti. Öll verð eru með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur þann rétt að hætta við viðskipti er röng verð hafa verið gefin upp. Athugið að verð getur breyst án fyrirvara.
Varnarþing
Þessir skilmálar eru í takti við lög og regluverk á Íslandi. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.